ARPEGGIO DECAFFEINATO

SKU: 6769720

Arpeggio Decaffeinato hefur sama aðdráttarafl og Arpeggio – bara án koffíns. Eftir að hafa fjarlægt koffínið lékum við okkur með ristunina og mölunina þar til þessar Arabica-baunir frá Rómönsku-Ameríku höfðu fengið mikið og rjómakennt bragð Arpeggio og einkennandi kakóilm. UPPRUNI Við völdum að taka koffínið úr sömu tegundum af Arabica-baunum frá Brasilíu, Kosta Ríku og öðrum ríkjum Rómönsku-Ameríku og við notuðum í Arpeggio . Vandað ferlið við að fjarlægja koffínið tryggir að baunirnar tapa ekki neinu af sínum bragðprófíl. Kaffibaunirnar í Arpeggio Decaffeinato frá Brasilíu og Kosta Ríku hafa mikinn kakóilm frá náttúrunnar hendi. Við völdum aðrar kaffibaunir frá Rómönsku-Ameríku til að fá mýkri og ávaxtaríkari tóna. RISTUN Dökk og djúp ristun á baununum frá Brasilíu og Kosta Ríku dregur fram kakótónana. Við ristuðum ávaxtaríkari kaffibaunirnar minna til að ná fram jafnvægi í þessu koffínlausa kaffihylki. ILMPRÓFÍLL Arpeggio Decaffeinato er jafn bragðmikið og rjómakennt og Arpeggio-hylkið frá Nespresso. Bragð þess og áferð hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl – en án koffíns. Fáir standast ristað bragð Arpeggio Decaffeinato og ákafa kakótóna þess.
VerslunVerð kr.
Nespressosale739
Skoða á vef Nespresso

Verslun

Nespresso

Nespresso býður upp á óviðjafnanlegt úrval af kaffitegundum. Komdu og talaðu við kaffisérfræðingana okkar í Kringlunni eða pantaðu kaffi á netinu!

Vörur

Fleira fyrir þig í Nespresso