IITTALA

Birds fugl Amethyst 210x130mm

SKU: 6840588566687

Hönnunargoðsögnin Oiva Toikka hefur hannað stórfenglega línu glerfugla sem endurspegla ástríðu hans fyrir náttúru og glerlist. Fuglarnir eru handgerðir og munnblásnir í Iittala verksmiðjunni í Finnlandi og því er hver og einn fugl einstakt listaverk. Birds by Toikka Amethyst fuglinn hefur glæsilegar línur og er í einum sjaldgæfasta lit Iittala. Hinn geislandi Amethyst litur umbreytist úr djúpbláu í líflegan fjólubláan lit, allt eftir því hvernig ljósið leggst á hann. Höfuðið og goggurinn eru með fallega gljáandi áferð. Dýrmætur safngripur og eftirminnileg gjöf. Einungis í framleiðslu árið 2021. Áletrað O. Toikka IITTALA 2021, númeruð eintök. 140 ára afmælisumbúðir. Útgáfudagur: 13. september 2021
VerslunVerð kr.
iittala búðinsale59,990
Skoða á vef iittala búðin

Verslun

Iittala búðin

Iittala er sérhæfð verslun sem selur einungis vörur frá finnska framleiðandanum Iittala. Iittala er heimsþekkt fyrir listrænar gler- og postulínsvörur sínar en Alvar Aalto, Oiva Toikka og Tapio Wirkkala eru aðeins brot af langri upptalningu hönnuða sem hafa unnið fyrir Iittala í gegnum árin. Verslunin í Kringlunni er unnin í nánu samstarfi við Iittala í Finnlandi og er ein sinnar tegundar á Íslandi. Starfsfólk Iittala er sérþjálfað í vörunni og getur því svarað flest öllum spurningum sem brenna á Iittala unnandanum.

Vörur

Fleira fyrir þig í iittala búðin