Brooks Caldera 4

SKU: 1203161b025

Brooks Caldera er svakalega mjúkur en ótrúlega léttur miðað við þykkt og mýkt botnsins. Þeir eru með hlutlausan stuðning og veita góða fjöðrun. Nú fjórða útgáfan er með enn meira og betra grip en áður. Þó skórnir séu hannaðir í utanvegahlaup henta þeir frábærlega í göngur utan- sem innanbæjar. Miðsólaefnið í Caldera er 'BioMoGo DNA' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir því góða fjöðrun og skilar orkunni úr niðurstiginu vel tilbaka í skrefið. Caldera er einn allra mýksti utanvegaskórinn á markaðnum! Hönnun miðsólans er flatari en almennt í götuskóm sem gerir niðurstig þægilegt hvar sem er á fótinn, hælinn, miðfótinn eða tábergið sem hentar vel með svona þykkan botn í mjög breytilegu undirlagi. Brooks tókst að gera Caldera frekar stöðugan þrátt fyrir þykka og mjúka botninn en við ráðleggjum samt þeim sem eru með mikinn innhalla, lausir í ökklum og/eða gjarnir á að misstíga sig að leita frekar í aðra utanvegaskó hjá okkur. Undirsólinn er nýjasta kyndslóð 'TrailTack' gúmmíblöndunar frá Brooks. Efnið er gríðarlega gripmikið og heldur gripinu lengi yfir líftíma skóna. Undirsólinn er að sjálfsögðu grófari en undir götuhlaupaskóm en miklar pælingar í hönnuninni til að veita hámarks grip bæði þegar hlaupið er niður í móti og minnka hættu á skriki til hliðanna. Yfirbyggingin er létt, andar vel og losar mjög vel um bleytu innanfrá ef verið er að vaða í skónum. Hún er gerð úr þéttara og slitsterkara heldur en í götuskóm svo minni hætta er á að sandur og grjót komist í gegnum það en oft er umhverfið meira krefjandi utanvega heldur en í götuhlaupum. Hælkappinn veitir þéttan stuðning í niðurstigi með þægilegri bólstrun að innan og skórnir eru að sjálfsögðu með lausum innleggjum fyrir þá sem nota sérgerð innlegg. Aftan á hælkappanum er franskur rennilás auk flipa fremst hjá reimunum til að festa grjóthlífar ásamt teygju til að stinga reimunum í svo þær flækist ekki í neinu í náttúruhlaupunum. Caldera hefur vaxið í vinsældum hjá okkur og er þessi útgáfa virkilega spennandi. Þeir henta bæði fyrir byrjendur sem lengra komna í bæði styttri og lengri vegalengdir. Að sjálfsögðu eru þeir líka frábær skór í göngutúra innanbæjar sem utan. Hæðarmismunur hæls og tábergs er 4mm og vegur 290g í stærð 42,5 herra og 258g í stærð 40 dömu. Áætluð ending er 400-600km.
VerslunVerð kr.
Fætur togasale23,990
Skoða á vef Fætur toga

Verslun

Fætur toga

Hjá Fætur Toga starfa reynslumikið fagfólk sem hefur síðastliðin 10 ár tekið yfir 60.000 íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu um allt land. Við vinnum náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstétt. Einnig ferðumst við um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum.
Í verslun okka

Í verslun okkar sér fagfólk um göngugreiningar, fótskoðun, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Einnig ráðleggur starfsfólk um hlaupafatnað, íþróttatoppa/brjóstahaldara og mælir með vörum fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk skóbreytinga. Við sérhæfum okkur í sölu á gæðavörum og leggjum metnað í góða þjónustu og sanngjörn verð.

Vörur

Fleira fyrir þig í Fætur toga