Lín design

Hjartarfi rúmföt hvít með silfur útsaum 70x100

SKU: Hjartarfi-rumfot-hvit-med-silfur-utsaum-70x100

Hjartarfi er fínlegt mynstur og líkist hjartarfanum sem vex hvarvetna. Í náttúrunni eru stofnblöðin fjaðurskipt en aldinin hjartlaga, og af þeim dregur jurtin nafn sitt. Hjartarfi er tíunda mynstrið sem sótt er í íslenska náttúru. Líkt og með alla okkar hönnun er markmiðið að færa fegurð náttúrunnar inn til okkar. Þetta fínlega mynstur er hannað á rúmfatnað fyrir börn og fullorðna. Til að hámarka gæðin er Hjartarfi ofin í 380 þráða 100% Pima bómul sem er einstök að gæðum. Þessi bómullarblanda nær fullri mýkt eftir 4-5 þvotta (sjá þvottaleiðbeiningar). Hjartarfi er rúmfatnaður fyrir þá sem gera kröfur um mikla mýkt og fallega hönnun. Umbúðirnar eru hannaðar sem dúkku- eða bangsarúmfatnaður og henta vel utan um dúkku og bangsasængurnar frá Lín Design Stærð: 70X100 35X50 Hjartarfin kemur í nokkrum litum,bróderingum og fæst bæði í barna og fullorðinsstærðum
VerslunTilboðsverð kr.
Lín Design9,990sale7,493
Skoða á vef Lín Design

Verslun

Lín Design

Lín Design er íslenskt hönnunarfyrirtæki. Innblástur af hönnun Lín Design er íslensk náttúra, menning og tískustraumar hverju sinni. Markmið okkar er að hanna og framleiða gæðavöru á góðu verði. Við sérveljum allt lín þar sem fjöldi þráða í efninu er hámarkaður. Útkoman er silkimjúkt efni þar sem gæði og mýkt fara saman. Við hjá Lín Design hugum að umhverfinu og því höfum við hannað sérsaumaða innkaupapoka sem unnir eru úr 100% bómull. Lín Design hefur unnið með hönnuðum sínum og framleiðendum að draga úr plastumbúðum og öðrum óumhverfisvænum umbúðum. Stór hluti af vörum Lín Design kemur nú pakkaður í efnisumbúðir sem unnar eru úr bómull. Þannig eru öll sængurver, hvort sem er fyrir fullorðna eða börnin, pökkuð í bómullarumbúðir úr sama efni og sængurverin eru framleidd úr. Vörurnar frá LínDesign skapa hlýlegt og notalegt umhverfi og bjóða upp á mikla fjölbreytni. Hönnunin er nútímaleg en jafnframt sígild. Við trúum því að vandaðir hlutir gleðji og veiti vellíðan.

Vörur

Fleira fyrir þig í Lín Design