Nespresso

CREATISTA PRO

SKU: 4812735610970

Þökk sé tvöföldu hita elementi má laga kaffi og útbú heita mjólkufroðu samtímis. Það þýðir að hægt er að útbúa 2 cappuccino á innan við 1 mínútu. Vélin hefur  auðskilið notendaviðmót með háskerpu snertiskjá sem auðveldar undirbúning, stillingar og viðhald. Vélin býður upp á úrval mjólkuruppskrifta; Cappuccino, Café Latte, Latte Macchiato, Flat White.  Snertiskjárinn sýnir með einföldum leiðbeiningum hvernig skal útbúa uppskriftinar. Einnig má búa til sína eigin uppskrift og vista á skjáinn svo hægt sé að útbúa sama bolla aftur og aftur. Með vélinni er einning hægt að útbúa mjólkufroðu með 8 ólíkum áferðarstigum og 11 mjólkurhitastillingum. Fyrir þá sem kjósa svart kaffi þá eru valmöguleikar fyrir fullkominn svartan kaffibolla allt frá Ristretto til Americano. Hægt er að stilla magn af vatni og vista uppskrift. Einungis heitt vatn er einnig í boði. Á snertiskjánum má sjá leiðbeiningar fyrir stillingu vélar og viðhald. Auðvelt er að þrífa vélina, ekki síst þar sem gufustúturinn hreinsast sjálfkrafa eftir hverja notkun. Vélin slekkur sjálfkrafa á sér hefur hún ekki verið notuð í 9 mínútur. Hönnun er bæði vönduð og sterkbyggð en ytra byrði vélarinnar er úr ryðfríu stáli. Mjólkurkanna úr ryðfríu stáli með hellistút fylgir vélinni.
VerslunVerð kr.
Nespressosale99,995
Skoða á vef Nespresso

Verslun

Nespresso

Nespresso býður upp á óviðjafnanlegt úrval af kaffitegundum. Komdu og talaðu við kaffisérfræðingana okkar í Kringlunni eða pantaðu kaffi á netinu!

Vörur

Fleira fyrir þig í Nespresso