L'Occitane

Honey Mandarin Handkrem L'Occitane

SKU: 24CM030HM17

Gullið hunang kristallað á sólþurrkaðri mandarínusneiðinni… Þetta girnilega handkrem inniheldur shea smjör sem nærir og mýkir hendurnar um leið og það umvefur húðina í dásamlega ferskri hunangs og mandarínu ilmblöndu eftir Pierre Hermé. Pierre Hermé, sem gjarna hefur verið kallaður "Picasso sætabrauðsins", byrjaði feril sinn aðeins 14 ára sem lærlingur Gaston Lenôtre, þar sem hann skaraði fljótt fram úr. Tíu árum síðar var nafn hans orðið þekkt víða um heim. Hans eina leiðarljós var að veita gleði, en með því tókst honum að gjörbylta staðföstum hefðum og skapaði heim, fullan af bragðtegundum, tilfinningum og ánægju. Árið 1997 stofnaði hann fyrirtækið Pierre Hermé Paris með Charles Znaty, og um leið gerði sig að skapara Haute-Pâtisserie, fallegu frönsku kökugerðaraðferðarinnar. Árið 2015, bauð vinur hans, Olivier Baussan, stofnandi L’Occitane, honum að skapa ilmvatnslínur alveg eftir sínu höfði. “Þegar ég skapaði þessar ilmvatnslínur, var lykillinn að því öllu – bragðið.” Útkoman? Dásamlega fallegar og margbrotnar ilmvatnslínur, lifandi minningar um náttúru Miðjarðarhafsins og um eyjuna Korsíku, sem er kærkomin þeim báðum. Handkremið nærir og verndar hendurnar og gefur fínlegan ilm hunangs og mandarína eftir makkarónugerðarmanninn Pierre Hermé.
VerslunVerð kr.
L'Occitanesale1,150
Skoða á vef L'Occitane

Vörur

Fleira fyrir þig í L'Occitane