Jens Gullsmiður

Stackers Square Valet

SKU: Square-valet

Nýjasta nýtt frá Stackers - Skrínin í Square línunni eru, eins og nafnið gefur til kynna, ferningslaga í laginu, og til eru þrjár gerðir sem hægt er að stafla upp. Square Valet er sem toppstykkið fyrir skrínin þrjú, eða bara sem stakt fráleggs-skrín. Einnig er hægt að fá  Square Cufflink Layer og Square Watch Layer Frábært skrín fyrir þá sem taka reglulega af sér armbönd, úr, hringa og hálsmen fyrir svefninn. Með þessu skríni eiga þessir hlutir sinn reglulega geymslustað.  Skrínið er 19,5 cm á breidd og lengd, og 4 cm á hæð. Tilvalin stærð til að geyma á náttborðinu. Vegan leður að utan og mjúkt flauel að innan. Stílhrein hönnun og vönduð framleiðsla frá Stackers.

Vörur

Fleira fyrir þig í Jens Gullsmiður