MISTUR

Breið silikon rör, sex í pakka

SKU: 6646337863758

Sex breið rör í mismunandi litum úr hreinu silikoni samþykktu fyrir matvæli. Henta vel í smoothie. Koma í poka úr GOTS samþykktri og lífrænni bómull og plastlaus bursti fylgir til að auðvelda þrif.  Stærð: 9 mm. innra þvermál á röri, (11,6 ytra) lengd: 25 cm.  Þvoið rörin fyrir notkun. Mega fara í uppþvottavél. Til að rörin endist sem best er mælt með handþvotti og að nota burstann til að þrífa þau að innan. Pokann má þvo á 30°. Gerið ráð fyrir að pokinn hlaupi um 10-12% í þvotti, en gert var ráð fyrir því í upphafi. 100% hreint matvælavottað silikon með FDA / LFGB vottun. Ekkert plastuppfyllingarefni er notað í silikonið. Til að sannreyna það má snúa uppá silikonið, klípa í það eða toga. Ef hvítur litur kemur í ljós þá er plast notað sem fyllingarefni í silikonið. Burstinn sem fylgir er plastlaus, með málm í skafti og náttúrutrefja í burstahárum. Umbúðir: Endurunnið pappírsumslag.
VerslunVerð kr.
Bastsale3,495
Skoða á vef Bast

Verslun

BAST

BAST er lífstílsverslun með heimilisvörur frá heimsþekktum framleiðendum ásamt fallegri íslenskri hönnun.

Vörur

Fleira fyrir þig í Bast