PS4: Outriders - Day One Edition

SKU: SOUTR4EN02

Outriders er þriðju persónu 1-3 leikmanna co-op RPG skotleikur sem gerist í dimmri og drungalegri vísindaskáldsögu framtíð. Á meðan mannkynið blæðir út á vígstöðvum Enoch, þá býrð þú þér til þinn eigin Outrider og ferð í háska fullt ferðalag um óvinveitta plánetu. Með ríkri sögu sem spannar fjölbreyttan heim, ferð þú frá fátæktarhverfunum First City og ferð í gegnum, skóga, fjöll og eyðimörk í leit af dularfullu merki. Leikurinn blandar saman hasarfengnum skotleik þar sem þú hefur fjölbreytt vopn og tól sem þýða blóðugan endi fyrir óvini þína. Leikurinn inniheldur ótal tíma af fjörugri spilun og er hannaður af fyrirtækinu People Can Fly sem gerðu leiki eins og Painkiller, Bulletstorm ásamt að hafa unnið af Gears of War leikjunum í samvinnu með Epic Games og Microsoft. ÁKAFI SKOTLEIKS MEÐ DÝPT RPG LEIKS Outriders er blóðugur og hasarfengin leikur sem blandar saman kröftum og djúpu RPG kerfi til að leyfa þér að búa til hina fullkomna blöndu til að lifa heim Enoch af. FJÖLBREYTT 1-3 MANNA CO-OP SPILUN Spilið í gegnum sögun einn eða með tveimur öðrum vinum sem geta hoppað inn í leikinn hvenær sem er til að hjálpa þér að sigrast á við óvini leiksins. FJÓRIR ÓLÍKIR KLASSAR TIL AÐ SPILA SEM Búið til og sérsniðið ykkar eigin Outriders og veljið á milli fjögurra ólíkra klassa til að spila sem, hver með sitt eigið hæfileika tré og leikstíl.

Verslun

Gamestöðin

Gamestöðin er sérverslun tölvuleikjamannsins! Við kaupum gömlu leikina þína og þú notar peninginn til að lækka tölvuleikjakostnaðinn! Þetta er það sem við köllum, WIN - WIN - WIN!

Vörur

Fleira fyrir þig í Gamestöðin