previous page Til baka

Kupu reykskynjari - Hvítur

SKU: JALO 23

UPPSELDUR EN KEMUR AFTUR Í LOK MAÍ/BYRJUN JÚNÍ Kupu (Kúpull) - Reykskynjari Kupu er vandaður optískur reykskynjari. Kupu eykur ekki aðeins öryggið heima hjá þér heldur getur þú einnig notið fallegrar hönnunar. Það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur að festa Kupu í loft þökk sé sterku tvíhliða 3M límbandi á lokinu og því er óþarfi að bora og skrúfa. Allt yfirborðið á Kupu virkar sem einn hnappur fyrir allar aðgerðir, svo það eru engir litlir takkar, hvort sem það er að slökkva á fölskum viðvörunum eða til að prófa virkni reykskynjarans. Kupu er fáanlegur í nokkrum litum og fékk hin eftirsóttu hönnunarverðlaun Red Dot Design Awards 2011 og Wallpaper Design Award 2012 Framleiðandi: Jalo Helsinki Hönnuður: Harri Koskinen Tæknilega fullkominn reykskynjari 10 ára ending rafhlöðu Lengd 110 mm, breidd 110 mm, hæð 39 mm, þyngd 165 g Efni: Textíl kápa CE-merking EN14604:2005 Kemur í fallegum gjafakassa
VerslunVerð kr.
Hrímsale6,990

Verslun

Hrím

Hrím leggur mikið upp úr litríku og skemmtilegu umhverfi.

Í Hrím viljum við að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við erum með skemmtilegar vörur fyrir karlmenn, börn og konur.

Vöruúrvalið einkennist að mestu leiti af fallegum hönnunarvörum frá Skandinavíu, Frakklandi og Bretlandi í bland við skemmtilegar gjafavörur.

Við tökum vel á móti ykkur!

Vörur

Fleira fyrir þig í Hrím