Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Við fögnum afnámi tolla

Við fögnum afnámi tolla

Afnám tolla af fatnaði og skóm styrkir íslenska verslun.

Þann 1.janúar 2016 tók í gildi afnám tolla á fatnaði og skóm. Á 324 tollskránúmerum lækkar tollurinn í 0%.  Um er að ræða afnám tolla af  fatnaði og skófatnaði, kvenfatnaði, barna- og herrafatnaði, vörum sem keyptar eru inn frá löndum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland. Þetta er aðgerð sem ætti að lækka verð á þessum vörum  en gengi hefur þó áhrif á innkaupsverð.

Afnám tolla  á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar innan EES bera ekki tolla í dag. 

Þessi aðgerð mun hafa mikil áhrif til góðs fyrir neytendur hér á landi því verð á eftir að lækka töluvert á þeim vörum sem um ræðir. Þetta er eðlilegt framhald af afnámi almennra vörugjalda auk afnáms sykurskatts sem tók gildi um áramótin 2014-2015.   Samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs Íslands mun afnám tolla af fatnaði og skóm draga úr útgjöldum meðalheimilis um 30 þúsund krónur á ári.

 

 

 

Afnám tolla af fötum og skóm, mun  strax hafa jákvæð áhrif á fjárhag fjölskyldnanna í landinu, ekki síst hinna efnaminni. Allar kannanir sýna enda að það eru efnaminnstu fjölskyldurnar sem eru ólíklegastar til að kaupa sér föt og skó erlendis.

Mikilvægt er að tollalækkun skili sér alla leið til neytenda. Um það vill Kringlan standa vörð. Þessi breyting ætti einnig að gera verslun á Íslandi samkeppnishæfari við útlönd sem er gott fyrir neytendur og hagkerfið í heild. 

Þú getur kynnt þér málið til hlítar á vef fjármálaráðuneytis með því að smella hér.

 

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn