Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Skoppa og Skrítla tendra jólatréð laugardaginn 1.desember

Skoppa og Skrítla tendra jólatréð laugardaginn 1.desember

Kveikt verður á fallega jólatrénu í göngugötunni, laugardaginn 1.desember kl 14. Söngkonan Guðrún Árný syngur ásamt barnakór Hafnarfjarðarkirkju og skemmtilegu vinkonurnar Skoppa og Skrítla fá það ábyrgðamikla hlutverk að tendra ljósin.

Að athöfn lokinni heilsa stöllurnar upp á börn í Kringlunni og sitja fyrir á myndum.

Heyrst hefur að jólasveinar gætu verið á sveimi. Þeir eru í óðaönn að undirbúa jólin líka og leita að gjöfum til að gefa í skóinn.

Á sama tíma hefst árlega pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum hvetja alla til að kaupa eina aukagjöf, merkja hana strák eða stelpu og koma fyrir undir trénu fallega.  Innpökkunarborð, pappír og merkimiðar eru til staðar við tréð.  Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin sjá um að úthluta gjöfunum til fjölskyldna á Íslandi sem þurfa aðstoð fyrir  jólin.

Þú kemst sannarlega í jólaskapið með heimsókn í Kringluna.

Hjartanlega velkomin.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn