Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Ofurhjóladagur Kringlunnar - stokkið á milli hæða!

Ofurhjóladagur Kringlunnar - stokkið á milli hæða!

Sunnudagurinn 31.mars er ofurhjóladagur Kringlunnar. 

Kringlan verður undirlögð fyrir spennandi hjólakeppnir, sýningar, kynningar frá hádegi til kvölds ss sparkhjólakeppni þeirra yngstu, criterum keppni í bílastæðahúsi, BMX sýning og þrautakeppni krakka í göngugötu.  Hjólreiðafélög og klúbbar kynna starfemi sína. Hápunktur dagsins verður þegar ofurhugar stökkva á fjallahjólum milli hæða í göngugötu!

Dagskráin er fjölbreytt:

Hraðakeppni (Criterium)

Hraðakeppnin verður með klassísku fyrirkomulagi á stuttri braut í bílastæðahúsinu á 2. hæð Kringlunnar.  Hjólað verður í 20mín + 2 hringir í hverjum flokki.

Búnaður:Hjálmaskylda er í mótinu. Skráðu þig til keppni með því að smella hér.

Sparkhjólamót

Krakkar á sparkhjólum á aldrinum 2-5 ára (2017-2016-2015-2014-2013) fara sérmerkta braut inni í Kringlunni. Þetta er leikur þar sem markmiðið er að hafa gaman.

Búnaður: Mæta þarf með sitt eigið hjól. Hjálmaskylda.  Þátttakendur fá verðlaunapening.

Krakkahjólamót

Krakkar á pedalahjólum á aldurinum 6-11 ára 

Farin verður einföld braut með nokkrum hindrunum inni í Kringlunni. Mótið hentar byrjendum en líka skemmtilegt fyrir þá sem hafa smá reynslu.

Búnaður:Mæta þarf með sitt eigið hjól. Hjálmaskylda.  Þátttakendur fá verðlaunapening.

Hjólamót unglinga

Aldursviðmið er 12-15 ára.

Farin verður braut með nokkrum hindrunum inni í Kringlunni.

Búnaður:Hjálmaskylda er í mótinu.

Verðlaun:  þátttakendur fá verðlaunapening

Skráningar í mót barna og unglinga eru hér

Kringlu-Brun (Down Mall)

Í fyrsta sinn á Íslandi verður brunað niður rúllustiga og stokkið milli hæða í Kringlunni. Kringlu-Brun er líkt og hefðbundið brun á fjallahjólum nema það fer að sjálfsögðu fram í Kringlunni.

Sjáðu viðtal við ofurhugana með því að smella hér.

Tímasetningar:

  • 12:00 Hraðakeppni(Criterium) í bílastæðahúsi, 2.hæð.
  • 13:30 Sparkhjólamót 3-6 ára.  Bíógangur 3ja hæð
  • 14:30 Krakkahjólamót 7-11 ára. Göngugata 1.hæð
  • 15:30 Unglingakeppni 12-15 ára. Göngugata 1.hæð
  • 16:30 BMX sýning á 1.hæð
  • 17:00 Kringlu-Brun og fjallahjólasýning.

Ís handa kátum krökkum frá Emmess ís og allir fá verðlaunapening frá Kringlunni.

Hjartanlega velkomin á Ofurhjóladag Kringlunnar.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn