Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

NEW YORKER opnar á næstu vikum

NEW YORKER opnar á næstu vikum

Alþjóðlega tísku­vöru­keðjan New Yor­ker opn­ar í nóv­em­ber nýja versl­un í Kringl­unni. Hún verður á ann­arri hæð þar sem versl­un­in Zara var áður til húsa.

New Yor­ker hefur um langt ára­bil verið leiðandi í tísku ungs fólks og fyr­ir­tækið vaxið ár frá ári. Þar starfa nú yfir 18.000 manns í yfir 40 þjóðlönd­um. Höfuðstöðvar þess eru í Braunschweig í Þýskalandi en versl­an­ir eru nú yfir 1.000 tals­ins.

Helstu vörumerki New Yor­ker eru Am­isu, FB Sister og Censor­ed sem marg­ir Íslend­ing­ar þekkja vel af ferðum sín­um til Evr­ópu und­an­far­in ár. At­hletics, Smog og FSBN eiga einnig sinn sess í versl­un­inni í Kringl­unni.

Það er ánægju­legt  að er­lend vörumerki kjósi að opna versl­an­ir sín­ar í Kringl­unni og með til­komu New Yor­ker auk­ist enn úr­val er­lendra

versl­un­ar­keðja í hús­inu sem styrkir vöru­fram­boðið viðskipta­vin­um Kringl­unn­ar til handa.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn