Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Ljósin á jólatrénu tendruð

Ljósin á jólatrénu tendruð

Það verður mikið um að vera laugardaginn 26.nóvember þegar ljósin á fallega jólatrénu okkar í göngugötu verða tendruð.

Athöfnin hefst kl. 15.  Það eru Afi,  íþróttaálfurinn og Solla stirða sem fá það veigamikla hlutverk að kveikja ljósin.

Barnakór Bústaðarkirkju kemur fram.

Frést hefur að mögulega verði jólasveinar á sveimi en þeir eru líka að undirbúa jólin.

Á sama tíma hefst pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við mæðrastyrksnefnd og fjölskylduhjálp Íslands.  Viðskiptavinir eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og leggja hana við jólatréð. Góðgerðarsamtökin sjá um að úthluta gjöfum til bágstaddra barna fyrir jólin.

Það er upplagt fyrir fjölskyldur að koma saman í Kringluna, eiga hér notalega stund við jólatréð. 

Grýluþorpið verður komið upp, á sinn stað á 2.hæð, nálægt Bónus.  Grýla og jólasveinarnir heilla börnin og þau geta látið Grýlu hræra í pottinum sínum með tilheyrandi nornahlátri.  

Það verður opið frá 10 - 18 á laugardag, en 13 - 18 á sunnudag.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn