Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Kringlan verður rafræn verslunarmiðstöð

Kringlan verður rafræn verslunarmiðstöð

Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur lagt hornstein að stafrænni framtíð þróun er hafin á nýjum stafrænum lausnum til að auka enn frekar þjónustu við viðskiptavini. 

Markmiðið er að koma til móts við viðskiptavini og gera fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is og auka bein samskipti í gegnum samfélagsmiðla. Viðskiptavinir eiga að geta haft alla Kringluna í hendi sér.

Kringlan ætlar sér að vera áfram leiðandi afl í íslenskri verslun með þessari samþættingu stafrænnar og hefðbundinnar verslunar. Stafræn stefnumótun okkar er sniðin til þess að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Á næstu misserum mun viðskiptavinum bjóðast að fá yfirsýn yfir vöruúrval verslana Kringlunnar hvenær sem er sólarhringsins í gegnum snjalltæki og heimasíðu.  

Það eru mikil tækifæri  sem felast í aukinni notkun stafrænna lausna, þar sem upplifun og kaupferli viðskiptavina í dag hefst í auknum mæli á netinu. 

Kringlan ætlar ekki bara að mæta væntingum viðskiptavina, heldur fara fram úr þeim. Stafræn stefna Kringlunnar er því í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum.

Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp. Framtíðin er svo sannarlega spennandi.

Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar eru starfræktar yfir 170 verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahús, auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu.

 

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn