Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Kringlan verður plastpokalaus árið 2020

Kringlan verður plastpokalaus árið 2020

Síðustu 10 ár hefur markvisst verið unnið eftir umhverfisstefnu Kringlunnar, stefnu sem kölluð er „Græn spor Kringlunnar.“ Nafnið vísar til þess að  skilgreind eru nauðsynleg skref sem eru stigin  jafnt og þétt til að vera umhverfis- og vistvænni og metnaður lagður í að vel sé að verki staðið í þessari vegferð.

Grænu skrefin hófust þegar ákveðið var fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári.

Því næst var það átak gagnvart  lífrænum úrgangi.  Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. 

Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu.  

Loks má nefna að á síðasta ári voru sett upp fjöldi hleðslu stæða fyrir rafbíla og hafa nú rúmlega 7 þúsund bílar viðskiptavina og starfsmanna Kringlunnar nýtt sér hleðslu í þessum umhverfisvænu stæðum enda er Kringlan vinsælasta hleðslustöð rafbíla á landinu.

Við vitum hins vegar að það þarf að stíga fleiri skref og nú er komið að því næsta; plastpokalaus Kringla. Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða. 

Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir.  Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur :“Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. 

Viðtökur forsvarsmanna verslana og þjónustuaðila hafa hreint út sagt verið frábærar. Á stuttum tíma hefur rúmur þriðjungur þeirra, 48 af 138, stokkið á græna vagninn og tekið þátt í plastpokalausri Kringlu. Við höldum áfram að taka þetta stóra græna skref og lýsum því hér með yfir að þann 1. janúar 2020 verður Kringlan plastpokalaus verslunarmiðstöð þar sem verslunum og þjónustuaðilum verður óheimilt að nota annað en umhverfisvænar umbúðir.

Sem fjölfarnasti verslunar- og þjónustukjarni landsins sýnir Kringlan af sér samfélagslega ábyrgð og er staðráðin í að skilja eftir græn spor, framtíðinni og komandi kynslóðum til heilla.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn