H&M opnar í Kringlunni
Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að Reitir, Rekstrarfélag Kringlunnar og dótturfélag H&M hafa í dag undirritað leigusamning um verslunarrými fyrir verslun sem rekin verður undir merkjum H&M í Kringlunni.
Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017.