Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fimmtudaginn 29.september

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fimmtudaginn 29.september

Kringlan hefur hrundið af stað nýju góðgerðarverkefni undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“, sem mun verða árlegur viðburður.  Einn dag á ári gefa verslanir og veitingastaðir hússins 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis.  Í ár er málefnið Bleika slaufan og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum.  Hápunkturinn er skemmtikvöld Bleiku slaufunnar sem hefst kl. 20. 

Góðgerðardagurinn í ár verður fimmtudaginn 29.september og verður safnað til styrktar Bleiku slaufunni sem safnar fyrir endurnýjun tækjabúnaðar fyrir brjóstakrabbameinsleit. Auk þess að gefa hluta af veltu dagsins til Bleiku slaufunnar, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð.  Opið verður til kl. 22

Upplýsingar um tilboð verslana verða birt hér fimmtudaginn 29.september.

 

Dagskrá góðgerðardagsins "Af öllu hjarta" 

Forsetafrú Íslands afhjúpar bleiku slaufuna 2016

Boðið verður til athafnar í göngugötunni kl. 12:20 þar sem forsetrúin okkar, frú Eliza Reid, afhjúpar bleiku slaufuna 2016.  

Hönnuðir Bleiku slaufunnar, gullsmiðirnir Unnur Eiog Lovísa, kynna silfurslaufuhálsmenið við verslunina Meba. 

 

Tolli málar með börnum 

Listamaðurinn Tolli leggur málefninu lið og verður með listasmiðja með börnum af leikskólanum Stakkaborg í göngugötunn frá kl. 13.  Saman vinna þau  listaverk sem er tileinkað Bleiku slaufunni. Verkið verður til sölu og andvirði verksins rennur í söfnunina.

 

Bleika búðin 

Í tilefni dagsins opnar  pop-up verslun í göngugötunni þar sem bleikar vörur af öllu tagi verða til sölu og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar. 

 

Síðdegisskemmtun fyrir börnin

Boðið verður upp á síðdegisskemmtun fyrir börn á sviði í göngugötunni.

kl. 17        Ævar vísindamaður

kl. 17:30  Lalli töframaður

Kynning í göngugötu á nuddmeðferð fyrir ungabörn.

Veitingar.

 

Bleika boðið kl.20

Bleika slaufan býður upp á skemmtikvöld í Kringlunni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.

Fjölmargir listamenn koma fram á sviði í göngugötu.  Þau eru : Ari Eldjárn, Glowie, Þórunn Erna Clausen, Gréta Salóme, Kristjana Stefáns,

Unnur Sara Eldjárn og Margrét Arnardóttir  

Boðið verður upp á veitingar um allt hús

Fræðslukynning frá Krabbameinsfélaginu

Happdrætti

Eftirtaldar verslanir bjóða Bleiku slaufuna til sölu:

Bianco   Leonard
Bleika búðin í göngugötu   Lindex
Body Shop   Loccitane
Byggt og búið   Lyf og Heilsa
Casa   Mathilda
Cintamani   Michelsen
Cobra   Name it
Dogma   Neon
Dýrabær   Pandora
Eirberg   Penninn Eymundsson
Epal   Síminn
Hagkaup   Subway 
Indiska   Timberland
Jack and Jones   Timbuk2
Jón og Óskar   Vero Moda
Kúnígúnd   Vila
    Þjónustuborð 

Opnað fyrir umsóknir.

Í framhaldi af góðgerðardeginum  verður  opnað fyrir umsóknarferli á kringlan.is, þar sem góðgerðarfélög geta lagt inn umsóknir um úthlutun góðgerðardagsins 2017.

Einstaklingar geta einnig sent inn ábendingar og tillögur um málefni sem að þeirra mati verðskuldar „Af öllu hjarta“ dag Kringlunnar.“

 

Velkomin í Kringluna og gefum saman. 

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn