Gjafakort Kringlunnar

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Afmælissýning Ljósmyndarafélags Íslands

Afmælissýning Ljósmyndarafélags Íslands

Þessa dagana stendur yfir sýning frá Ljósmyndarafélagi Íslands sem fagnar nú 90 ára afmæli.  

Atvinnuljósmyndurum landsins var boðið að taka þátt, hvort sem þeir væru innan eða utan félags.

Sýningin er flokkuð niður í nokkrar tegundir ljósmyndunar en hægt var að senda inn myndir í eftirtalda flokka:

  • Auglýsingaljósmyndun Vörur/Matur/(Still life)
  • Portrett (Allar teg. Börn/Fjölskyldur/Annað)
  • Landslag Frásagnamyndir (Documentary)
  • Seríur 1-3 myndir frjálst val
  • Brúðkaup

Undirtektir voru góðar en um 47 atvinnuljósmyndarar sendu inn rétt rúmlega 220 ljósmyndir á sýninguna sem valnefnd félagsins fékk til skoðunar.

Valnefnd fékk það verk að velja myndir á sýninguna úr innsendum myndum en í valefnd félagsins voru  Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Fréttablaðinu og stjórnarmaður í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands, Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari Artic Images ehf og Certified Adobe Specialist, Sigríður Kristín Birnudóttir sérfræðingur sýninga á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Bryndís Loftsdóttir markaðsstjóri Félags Bókaútgefanda og Sverrir Björnsson grafískur hönnuður allt einstaklingar með gríðarlega ólíka reynslu í faginu. Valnefndin valdi síðan þær myndir sem hún taldi framúrskarandi úr þeim fjölda mynda sem bárust á sýninguna.

 

Sýningin er í göngugötunni, á 1.hæð og stendur yfir til 13.nóvember.

 

Smelltu hér til að fræðast meira um sýninguna og skoða myndir sem hlutu viðurkenningu.

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

Samfélagsmiðlar

Facebook Instagram Twitter

© 2013-2016 Kringlan  •  Allur réttur áskilinn