KringlanEva Laufey
Eva Laufey

Notaleg fjölskyldujól í ár

Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur þarf vart að kynna, en hún er löngu orðin landsmönnum að góðu kunn sem fjölmiðlakona og vinsæll matarbloggari. Við ákváðum að forvitnast um jólahaldið hjá Evu Laufey og fjölskyldu, ásamt því að fá hana til að gefa okkur uppskriftir af því sem að hennar mati er ómissandi um hátíðarnar.

Eva Laufey er mikið jólabarn og segist njóta þess í botn að hefja undirbúning snemma og baka fyrstu jólakökurnar í byrjun nóvember. „Sörur eru í uppáhaldi og ég baka þær alltaf ásamt súkkulaðibitakökum og lakkrístoppum sem hverfa óhemju fljótt úr kökuboxinu fyrir hver jól. Við byrjum einnig að skreyta í nóvember og ég hef sett upp jólatréið 1. desember undanfarin ár, en ég vil njóta þess sem lengst að hafa fallegu ljósin í stofunni hjá okkur.“

Í fyrra eyddu Eva og fjölskylda jólunum á Tenerife ásamt tengdafjölskyldu. Þar áttu þau dásamlega tíma en í ár ætla þau að vera heima í rólegheitunum. „Ég get ekki beðið eftir því að eiga notaleg jól með manninum mínum og stelpunum okkar sem eru fimm og tveggja ára“, segir Eva Laufey, en fjölskyldan leggur mikið upp úr gæðastundum og skemmtilegum hefðum í desember. „Allt frá því að baka saman, föndra, fara út að leika og drekka heitt súkkulaði, skrifa í jólakortin, skreyta jólatréið, dansa við jólalög og einfaldlega bara að  gera eitthvað skemmtilegt fyrir hver jól og reyna eins og við getum að minnka hið svokallaða jólastress.

Le Creuset pottur eftirminnileg gjöf

Talið berst að jólagjöfum og við spyrjum Evu Laufey um þá eftirminnilegustu sem hún hefur fengið.  „Ég hef fengið svo margar fallegar og góðar gjafir og það er erfitt að velja, en Haddi gaf mér Le Creuset pott fyrir nokkrum árum sem ég var búin að óska mér mjög lengi og það var þess vegna einstaklega ánægjulegt.“

Le Creuset fæst í ; Byggt og Búið og Kúnígúnd sem eru báðar á 1.hæð í Kringlunni.

En hvað skyldi vera efst á óskalistanum í ár? „Góð náttföt og bækur. Ég elska fá falleg og hlý náttföt sem ég get farið strax í á aðfangadagskvöld, fengið mér konfekt og lesið bók. Það er fullkominn endir á aðfangadegi ef þú spyrð mig“, segir Eva Laufey að lokum, og við gætum hreinlega ekki verið meira sammála.

Uppskriftir:

Jólakakan í ár, Pavlova fyllt með daim rjómakremi og ferskum berjum. Þessi er einstaklega ljúffeng og hittir alltaf í mark í minni fjölskyldu. Ómótstæðilega góð og fögur sem smellpassar á veisluborðið um jólin.

Jóla Pavlova

Marensbotnar

 • 6 Stk eggjahvítur
 • 300 g sykur
 • 1 ½ tsk mataredik
 • 1 tsk vanilla extract eða dropar
 • Salt á hnífsoddi

Aðferð:

 • Forhitið ofninn í 100°C.
 • Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli.
 • Bætið edikinu og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur.
 • Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna alveg (best að gera það yfir nótt ef möguleiki).
 • Skreytið kökuna með Daim rjóma og ferskum berjum.  

Rjómakrem með Daim

 • 200 ml rjómi
 • 3 msk flórsykur
 • 150 g Daim súkkulaði
 • Fersk ber t.d. jarðaber, hindber og bláber 

Aðferð:

 • Léttþeytið rjóma og bætið flórsykri út í.
 • Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið súkkulaði varlega saman við rjómann með sleikju.
 • Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökuna með ljómandi góðum berjum og sáldrið jafnvel smá saltkaramellusósu yfir í lokin.  

Söltuð karamellusósa

 • 2 dl sykur
 • 3 msk smjör
 • 1-2 dl rjómi
 • Sjávarsalt á hnífsoddi

Aðferð:

 • Hitið sykur á pönnu, um leið og hann byrjar að bráðna lækkið þá hitann og bíðið þar til hann er allur bráðinn (ekki snerta hann á meðan).
 • Bætið smjörinu út á pönnuna og hrærið stöðugt, hellið rjómanum út smám saman og haldið áfram að hræra. Í lokin bætið þið sjávarsalti saman við og hellið sósunni í ílát.
 • Leyfið sósunni að standa í svolitla stund áður en hún er borin fram en þá þykknar sósan og það verður betra að hella henni yfir kökuna. 

Eva Laufey mælir með þessum vörum

Í jólabaksturinn

holidays

Kitchen Aid

Hrærivél 185 Rósbleik

Byggt og búið

96.995 kr.

holidays

Royal Copenhagen

Kökudiskur á fæti

Kúnígúnd

34.990 kr.

holidays

Stelton

Kökuhnífur

Byggt og búið

11.495 kr.

holidays

Royal Copenhagen

Bollar, 2stk.

Kúnígúnd

12.490 kr.

holidays

Le Creuset

Sleikja

Byggt og búið

3.995 kr.