KringlanFréttirJólagjafahugmyndir fyrir unglingsstráka
hugmyndir fyrir unga fólkið

Jólagjafahugmyndir fyrir unglingsstráka

Það getur oft verið erfitt að finna réttu gjöfina fyrir unga fólkið. Oft þarf að vanda vel til verka og sjá til þess að mikil ánægja verði með það sem hvílir undir jólatrénu á aðfangadag, hvort sem það er stór eða smá gjöf... þá þarf hún að slá í gegn!

Ein af vinsælustu verslunum í dag fyrir unga fólkið er án efa Smash Urban. Þau selja helstu vörumerkin sem unga fólkið er alveg vitlaust í; Carhartt, Vans, Nike, Fila, Champion, Jason Markk og Obey svo eitthvað sé nefnt.
Rúrik Gísla kíkti í heimsókn í Smash Urban og mátaði þar vinsælar flíkur unga fólksins. Þessi fallega Carhartt flíspeysa er hálfrennd, með hettu og töff við bæði gallabuxur og Cargo buxur.

Sígildu Carhartt buxurnar eru búnar að vera í tísku í meira en áratug hjá unga fólkinu, svörtu eru þó alltaf vinsælastar og þykja töff við stóra hettupeysu eða jakka. Buxurnar fást einnig í verslun Smash Urban og má finna HÉR.

Hvítir strigaskór verða allir að eiga! Þessir Vans strigaskór eru einstaklega fallegir, úr leðri og því auðveldara að þrífa þá. Þeir fást einnig í Smash Urban og þú finnur nánari upplýsingar um þá HÉR.

Hekla ullarpeysan frá Zo-on var að mæta og er fullkomin í jólapakkann! Hvort sem þú ert í borginni eða úti í náttúrunni heldur Hekla merino ullarpeysan þér hlýjum á köldum vetrardögum. Hún er flott ein og sér og einnig undir töff jakka.

Peysan er unisex og fæst í tveimur litum, ljós grá og dökkgrá. Peysuna má finna HÉR.

Drangi dúnúlpan frá Zo-on er einstaklega þægileg og hlý, að þú munt vilja eiga heima í henni á köldustu mánuðunum. Úlpan kemur í þremur litum, þú finnur nánari upplýsingar um hana HÉR.

Þú færð Apple Watch í Macland. Apple Watc er einstaklega þægilegt úr sem getur aðstoðað foreldra einnig við að fylgjast með staðsetningu unga fólksins, heilsu þeirra (hjartsláttur, svefn osfrv). Tæknin er hér upp á 10.0 og mæla allir með Apple Watch þegar þeir hafa prófað slíkt úr!

Bökk húfurnar hafa heldur betur slegið í gegn hjá unga fólkinu. Þær fást í gulum og hvítum lit hjá Gallerí 17 og kosta aðeins 4.495 kr.

Airpods pro, fyrstu "in-ear" heyrnartóllin þar sem þrjár mismunandi stærðir af sílikon töppum fylgja með kaupunum. Þau einangra einstaklega vel, en gefa samt kost á að heyra umhverfishljóð, mjög gott fyrir unga fólkið sem fer um á rafskútum eða labbandi að vera með símann eða tónlistina í eyrunum!
Airpods pro fást í Macland.

Lítil og nett, en frábær gæði!

Þá er það sívinsæli Nike Tech gallinn. Hann er ekki bara þægilegur, heldur einstaklega töff!
Hann fæst í verslun AIR og var ný sending að mæta í gær af vinsælustu litunum, svartur og grár.
Þú finnur nánari upplýsingar um Nike Tech gallann HÉR.

Sígild hettupeysa er alltaf vinsæl jólagjöf fyrir unga fólkið. Jack & Jones er með mikið úrval af hettupeysum á viðráðanlegu verði, aðeins 6.990 kr. Þú finnur úrvalið í Jack&Jones HÉR.

Þá er það vinsæla jólagjöfin, sem allir vonast eftir að fá á hverju ári..... ný náttföt.
Herragarðurinn og Hanz selja þessar flottu Ralph Lauren náttbuxur í allskyns útgáfum, þröngar niður er vinsælasta týpan fyrir unga fólkið eins og Rúrik klæðist hér á þessari mynd. Náttbuxurnar eru frá 9.990 kr.


Við vonum að þessar hugmyndir hafi aðstoðað einhverja í jólagjafahugleiðingum. Annars bendum við á vöruleit Kringlan.is en hún ætti að auðvelda þér lífið fyrir jólin! Smelltu HÉR til að fara í vöruleit Kringlan.is.