KringlanFréttirKringlan og aðgerðir vegna Covid-19
Fyrirmæli almannavarna gilda frá og með 25.júlí 2021

Kringlan og aðgerðir vegna Covid-19

Eins og flestum er kunnugt eru ný fyrirmæli frá almannavörnum vegna fjölgunar tilfella Covid-19 veirunnar. Um er að ræða innleiðingu 1 metra reglunnar sem og bann við sam­kom­um þar sem fleiri en 200 manns koma sam­an.

Um helgina tók gildi ný reglugerð sem felur meðal annars í sér nálægðartakmörkun og grímuskyldu og gildir til og með 13. ágúst næstkomandi. Reglurnar fela í sér að tryggja skal að minnsta kosti 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, til að mynda á vinnustöðum og í verslunum. Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að viðhalda 1 metra nálægðartakmörkunum og þar sem húsnæði er illa loftræst. Við hvetjum alla þjónustuaðila í Kringlunni til að meta aðstæður í sínum einingum og setja þær reglur sem samræmast nýrri reglugerð. Allir viðskiptavinir Kringlunnar eru hvattir til að bera grímu og virða fjarlægðarmörk. Öflugum sóttvörnum er áfram viðhaldið í Kringlunni og aðgengi að sótthreinsandi efnum eru aðgengileg í sameign og hjá verslunum og þjónustuaðilum Kringlunnar.

Velkomin í Kringluna og förum varlega öll sem eitt.