KringlanFréttirKringlan og aðgerðir vegna Covid19
Fyrirmæli almannavarna gilda frá 31.júlí 2020

Kringlan og aðgerðir vegna Covid19

Eins og flestum er kunnugt eru ný fyrirmæli frá almannavörnum vegna fjölgunar tilfella vegna Covid19 veirunnar. Um er að ræða innleiðingu 2 metra reglunnar að nýju sem og bann við sam­kom­um þar sem fleiri en 100 manns koma sam­an.

Almenn áhrif á Kringluna eru þau að ekki er þörf á að beita fjöldatakmörkunum að Kringlunni sjálfri miðað við hefðbundna aðsókn. Samkvæmt almannavörnum er litið á sameign Kringlunnar með sama hætti og göngugötu á Laugaveginum. Hins vegar gildir það um allar verslanir og þjónustuaðila í Kringlunni að fjöldi þeirra sem eru í verslun eða þjónusturými hverju sinni getur aldrei orðið meiri en 100 manns ef stærð rýmis leyfir slíkan fjölda miðað við tveggja metra fjarlægðarkröfu.  Minni verslanir þurfa að gæta þess að fjöldi inni í verslun hverju sinni mæti þessum tilmælum.

Grímunotkun er ekki skylda í verslunum en tilmælum er beint til allra gesta og starfsfólks að virða 2 metra regluna og vera dugleg að spritta. Sprittbrúsastanda má finna við innganga og verslanir bjóða einnig upp á spritt.

Það er grímuskylda á snyrtistofum, hárgreiðslustofa, sjúkraþjálfun og Kírópraktorstofu, þ.e. allt sem kallar á nánd innan við 2metra.

Við lifum sögulega tíma og alveg ljóst að um tímabundið ástand er að ræða sem krefst samstöðu og samvinnu.  Ábyrg hegðun hvers og eins er lykillinn að árangri í þessari erfiðu baráttu.

Staðan verður stöðugt í endurmati og þess gætt að öllum fyrirmælum frá stjórnstöð almannavarna sé fylgt eftir.

Velkomin í Kringluna og förum varlega öll sem eitt.