Tendrum ljósin saman á jólatré Kringlunnar
Laugardaginn 30.nóvember kl 13:00 verður jólatré Kringlunnar tendrað við hátíðlega athöfn og um leið hefst pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.
Birgitta Haukdal ásamt jólasveinum og jólaálfum syngja jólalög. Birgitta mun tala um Láru og ljónsa og tendra jólaljósin á jólatré Kringlunnar. Jólasveinar stíga á stokk og heilsa upp á börnin og taka við pökkum undir jólatréð ásamt jólaálfum Kringlunnar.
Hjartanlega velkomin í Kringluna, í jólaskapi.
Hjartanlega velkomin