KringlanFréttirSkemmtileg hjólabraut og Ærslabelgur
Hjólaþrautabrautin er opin til 29.júlí

Skemmtileg hjólabraut og Ærslabelgur

Sumargleði í Kringlunni heldur áfram enda svo gaman að leika. Komdu og prófaðu skemmtilega hjólabraut hjá Hamborgarafabrikkunni.

Stórskemmtileg hjólabraut BMX BRÓS er staðsett í bílastæðahúsinu við hliðina á Fabrikkunni. Hjólabrautin verður opin til 29.júlí og er öllum velkomið að koma á hjólum eða hlaupahjólum og prófa. Munið eftir hjálminum!

Á svæðinu er einnig notalegi Kringlugarðurinn með glænýjum Ærslabelg, borðum og bekkjum. Það er gott að sitja og njóta sólarinnar í góðu skjóli.

Minnum á Kringluappið þar sem þú getur fylgst með frábærum tilboðum verslana og veitingastaða sem gilda hverju sinni.

Þú getur sótt Kringluappið HÉR fyrir iPhone síma og HÉR fyrir Android tæki.

Hjartanlega velkomin í sumargleðina.