Fyrsta bíóferðin í notalegu umhverfi

Morgunbíó fyrir þau yngstu um helgina

Sambíóin í Kringlunni bjóða upp á Fyrstu Bíóferðina  í notalegu morgunbíó laugardag og sunnudag.

Fyrsta Bíóferðin er sérstök sýning fyrir yngstu börnin þar sem hljóð er lækkað og notaleg lýsing inni í salnum.

Laugardagur 1.apríl

kl. 11:00 og 13:00: Lói - þú flýgur aldrei einn

kl. 11:20: Encanto

kl. 13:40: Stígvélaði kötturinn

Sunnudagur 2.apríl

kl. 11:00 og 13:00: Lói - þú flýgur aldrei einn

kl.11:20 og 13:40: Stígvélaði kötturinn

kl. 11:40 og 14:00: Encanto

Myndirnar eru með íslensku tali. Miðaverð er 790 kr. ef þú notar tilboðskóðann "morgunbio". 

Tryggðu þér miða á www.sambio.is