Öskudagur í Kringlunni
Við bjóðum börnin velkomin í Kringluna á Öskudaginn!
Búningar, fjör og frábær dagskrá.
Það verður sannarlega stemning í Kringlunni og skemmtileg dagskrá fyrir skrautleg börn.
Ratleikur verður í gangi í göngugötunni allan daginn. Þeir sem leysa þá þraut fá bíómiða að launum
Á Blómatorgi verður nammið slegið úr tunnunni frá kl. 14 og Tik Tok stjarnan GústiB verður með í fjörinu.
Sambíóin bjóða búningaklæddum börnum í bíó kl. 15. á myndina Skrímslafjölskyldan2. Frítt á meðan húsrúm leyfir.
Í göngugötunni verður myndakassi þar sem öll börn geta tekið flotta mynd af sér með vinunum á öskudaginn.
Verslanir og veitingastaðir taka vel á móti krökkunum og gefa nammi fyrir söng.
Hjartanlega velkomin í Kringluna á öskudaginn.