Sælkerabúðin opnar í Hagkaup
Sælkeraverslunin hefur opna kjötborð í verslun Hagkaups Kringlunni.
Að baki vörum Sælkerabúðarinnar eru meistarakokkarnir Hinrik Lárusson og Viktor Örn Andrésson sem báðir hafa verið í íslenska kokkalandsliðinu. Verslun þeirra á Bitruhálsi hefur slegið í gegn meðal matgæðinga. Nú býðst glæsilegt vöruúrvalið í kjötborði Hagkaups og tilvalið að klára helgarinnkaupin á einum stað.