KringlanFréttirMæðradagsgjöf á Kringlukasti!
Hugmyndir að gjöf á tilboði

Mæðradagsgjöf á Kringlukasti!

Í tilefni þess að Mæðradagurinn er á sunnudaginn, tókum við saman nokkrar hugmyndir að fallegri gjöf fyrir mömmu! Kringlukast er alla helgina og fjöldi verslana með glæsileg tilboð, tilvalið að nýta sér þau og gleðja elsku bestu mömmu, það þarf ekki að vera stórt!

Hér koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir að gjöf:

JENS - 20% af öllum vörum

Gáruhálsmenin eru persónuleg og falleg gjöf!
Hálsmenin eru samsett úr hringjum sem falla hver inn í annan, líkt og gárur á vatni. Gárurnar er hægt að fá í fjórum stærðum og þær koma í margskonar útfærslum með nánast endalausum samsetningarmöguleikum.
Verð frá 4.240 krónum með 20% afslætti - skoða HÉR.

Stackers ferðaskrínin eru frábær fyrir þær sem þurfa reglulega að taka af sér skartgripi, t.d. vegna vinnu, þegar farið er í ræktina eða jafnvel bara í sumarbústaðinn. Ferðaskrínið gerir þér kleift að geyma skartgripina þína á öruggum stað og einfaldar þér að finna skartgripina aftur þegar þú vilt setja þá upp.
Verð frá 3.120 krónum með 20% afslætti - skoða HÉR.

Blómabúðin í Kringlunni

Það er alltaf gaman að gleðja mömmu með blómum, það þarf ekki að vera meira en ein falleg rós!
Blómabúðin selur svo fallega segla, púða, bolla og veggspjöld með fallegum texta til mömmu.

Veggspjald með texta - verð 1.590 kr.
Bolli með heimsins besta mamma - verð 2.290 kr.
Rautt hjarta með besta mamma í heimi texta - verð 650 kr.

Mikið til af fallegum vörum með texta til mömmu; púðar, seglar, spjöld, bollar og fleira.


LYF&HEILSA - 20% af öllum snyrtivörum

Á Kringlukasti eru allar snyrtivörur á 20% afslætti

Allar mömmur verða að eiga gott serum sem gefa húðinni fallega áferð og ljóma! Bioeffect Egf Serum húðdroparnir eru byltingakennd húðvara sem færir húðinni góðan raka og dregur úr hrukkum og fínum línum í húðinni.
15 ml EGF serum kostar 11.838 krónur með 20% afslætti í Lyf og Heilsu - skoða HÉR.

Maybelline Lash Sensational maskarinn er algjörlega ómissandi í snyrtibudduna! hann er með gúmmibursta með 10 lögum af hárum sem greiða vel úr augnhárunum og leyfa öllum að njóta sín!
Verð 1.758 krónur með 20% afslætti í Lyf og Heilsu - skoða HÉR.

AK andlitsbrúnkuvatnið gerir algjört kraftaverk hvað varðar frískleika! Brúnkuvatnið inniheldur tvö virk efni sem veita húðinni náttúrulegan sólarlit auk rakagefandi innihaldsefna á borð við beta glucan og náttúrulega þörungablöndu sem róa, veita raka og næra húðina.
Verð 4.238 krónur með 20% afslætti í Lyf og Heilsu - skoða HÉR.

KÚNÍGÚND - 20% afsláttur

Persónuleg og falleg gjöf!
Spring Copenhagen eru kassalaga LED ljós þar sem þú getur bætt við bókstaf, tölustaf eða táknum eins og hjarta. Þú getur svo alltaf skipt um staf eða tákn.

Verð: Borðlampi eik er á 7.996 kr., svört / hvít persustæði eru á 3.996 kr. og pera ferköntuð LED er á 3.996 kr.
Hver stafur kostar 316 krónur - öll verð eru með 20% afslætti - skoða HÉR.

17 SORTIR

Svo er það þeir sem vilja heiðra mæður sínar og koma færandi hendi með köku og kaffi - jafnvel eftir langt hlé af góðum tíma saman!

17 sortir eru með tvær tegundir í tveimur stærðum af ljúffengum og fallegum kökum fyrir mömmu!

Bleika kakan er súkkulaðibotnar með silkimjúku belgísku súkkulaðikremi en hin er karamellubotnar með kremi úr bökuðum grænum eplum og kanil, gæti ekki verið betra!

Skoða kökurnar betur HÉR.