KringlanFréttirLindex vinnur til alþjóðlegra verðlauna
Verðlaun veitt fyrir framúrskarandi árangur

Lindex vinnur til alþjóðlegra verðlauna

Lindex AB hefur hlotið verðlaunin “Best Emerging Franchise 2020” á ársþingi International Franchise Association (IFA) sem eru elstu og stærstu samtök umboðssölufyrirtækja í heiminum. 

Lindex er veitt verðlaunin fyrir að sýna fram á framúrskarandi árangur innan sviðs alþjóðlegrar umboðssölu (e. international franchise).

Alþjóðlegu umboðssöluverðlaunin eru virt verðlaun veitt af mest leiðandi tímariti á sviði umboðssölu “Global Franchise Magazine”, sem veitir þeim vörumerkjum viðurkenningu sem vinna fremst meðal jafningja að framþróun umboðssölu.  Verðlaunin “Best emerging franchise” er veitt aðila sem hefur vaxið utan síns heimamarkaðar, hefur sannanlega sýnt fram á alþjóðlegar fyrirætlanir, hefur sýnt fram á sterkt samband milli umbjóðanda og umboðsaðila og hefur skapað og sett í framkvæmd nýstárlegar markaðs- og vaxtaráætlanir.
“Það er mikill heiður að veita viðtöku þessum verðlaunum og hljóta viðurkenningu af aðilum sem starfa innan sama geira og við gerum.  Lindex er alþjóðlegt tískufyrirtæki með sterkar sænskar rætur og einbeiting okkar og fókus á hönnun og sjálfbærni veitir okkur sérstöðu.  Okkar nána samstarf við umboðsaðila okkar ásamt alþjóðlegri hugmyndafræði hefur leitt til árangursríkrar innkomu og uppgangs á fjölda alþjóðlegra markaða,” segir Johan Isacson, yfirmaður umboðsmála hjá Lindex.

Kringlan óskar rekstraraðilum Lindex innilega til hamingju með glæsilegan árangur.