KringlanFréttirSkemmtileg jóladagskrá í desember
Upplifun fyrir alla aldurshópa

Skemmtileg jóladagskrá í desember

Alla laugardaga fyrir jól munu krakkar úr söngleiknum Matthildur skemmta í göngugötu kl.14. Auk þess eru jólasveinar á ferðinni með glaðning í poka handa kátum krökkum og boðið upp á myndatöku með sveinka.

Á Blómatorgi geta börnin sest niður og hlustað á sögur við básinn hjá Storytel. Jólasveinninn sjálfur les fyrir börnin bæði laugardaga og sunnudaga kl. 14 og kl. 16. Skammt frá er skemmilega Grýluland þar sem fjölskyldan getur virt fyrir sér heimili jólasveinanna.

Á sunnudögum í desember er boðið upp á piparkökumálun Kötlu milli kl. 14 -16, í göngugötu fyrir framan Hagkaup 1.hæð.

Sunnudaginn 15.desember verður jólabingó í samstarfi við Hagkaup. Íþróttaálfurinn verður bingóstjóri og glæsilegir fjölskylduvinningar í boði. Þátttaka er ókeypis á meðan birgðir bingóspjalda leyfa.

Myndataka með jólasveininum verður í boði kl.14-16 bæði laugardaga og sunnudaga.

Pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við mæðrastyrksnefnd og fjölskylduhjálp Íslands stendur yfir fram að jólum

Viðskiptavinir eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og leggja hana við jólatréð í göngugötu.. Góðgerðarsamtökin sjá um að úthluta gjöfum til bágstaddra barna fyrir jólin.

Hjartanlega velkomin í skemmtilega og jólalega Kringlu.