KringlanFréttirKringlan vann alþjóðleg verðlaun fyrir auglýsingaherferð
Brand Impact Awards eru eftirsótt um allan heim

Kringlan vann alþjóðleg verðlaun fyrir auglýsingaherferð

Auglýsingaherferð Kringlunnar vann virt alþjóðleg verðlaun;

Brand Impact Awards í flokki smásölu (retail, en tilkynnt var um niðurstöðuna frá London 17. september við afar sérstakar "covid" aðstæður.

Tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq standa fyrir verðlaununum Brand Impact Award sem veitt eru fyrir verk sem skarað hafa fram úr í heimi skapandi hönnunar og mörkunar (branding). Meðal sigurvegara Brand Impact Awards síðustu ára má nefna BBC, McDonalds og Carlsberg og Kringlan bætist nú í hóp verðlaunahafa.

Auglýsingaherferð Kringlunnar er unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor Reykjavík og hefur vakið mikla athygli fyrir listræna og nýstárlega útfærslu. 

Það er mikil samkeppni um þessi verðlaun frá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Að hljóta verðlaunin er mikill heiður sem undirstrikar að markaðsstarf Kringlunnar er í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi.