KringlanFréttirJólagjafahugmyndir fyrir hana
Þú finnur jólagjöfina fyrir hana í Kringlunni

Jólagjafahugmyndir fyrir hana

Nú er uppáhalds tími ársins hjá mörgum að skella á og einungis 9 dagar til jóla. Það getur oft verið erfitt að finna jólagjöf fyrir konuna í sínu lífi og því tilvalið að skoða saman nokkrar fallegar jólagjafahugmyndir fyrir hana. Vöruleit Kringlan.is er svo með yfir 200.000 vörur og eru endalaust af hugmyndum undir flokknum "konur" ef þessar hugmyndir nýtast þér ekki.

Skartgripir eru alltaf vinsæl jólagjöf, þá sérstaklega fyrir maka að gefa persónulega gjöf.
Þetta fallega Gáru hálsmen fæst hjá Jens Gullsmið. Hálsmenið myndar hring sem táknar gáru. Gárurnar er hægt að fá í fjórum stærðum, en þá getur hver gára fallið inn í aðra, líkt og gárur á vatni. Gárurnar koma í margskonar útfærslum með nánast endalausum samsetningarmöguleikum. Þannig er hægt að láta samsetninguna tákna eitthvað persónulegt, eins og fjölskyldumeðlimi, vini eða tímamót. Verð frá 5.300 kr. og þú finnur úrvalið HÉR.

Hvítagullshúðað armband, eyrnalokkar eða hringar hafa slegið í gegn síðastliðin jól. Verð frá 9.990 kr. og þú finnur úrval Jens Gullsmiðs HÉR.

Þetta fallega silfurarmband er hvítagullshúðaðað og kostar 13.900 kr. Þú finnur það HÉR.

Jens Gullsmiður er með breitt úrval af demantshálsmenum og eyrnalokkum, lítið og nett eða meira áberandi. Verðbilið er breitt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Simplehuman snyrtispeglarnir eru með innbyggðum hreyfiskynjara sem kveikir á tru-lux ljósinu í speglunum um leið og þú lítur í spegilinn. Speglarnir eru allir endurhlaðanlegir með microusb snúru og dugar hleðslan í allt að 5 vikur í senn. Tru-lux tæknin og sérstakar ljósadíóður í simplehuman. Þeir fást í verslun Eirbergs og þú finnur úrval þeirra HÉR.

Aveda vörurnar eru unnar úr lífrænt ræktuðum blómum og jurtum. Þær eru cruelty free og hafa verið það frá fyrsta degi. Þau bjóða upp á allskyns fallega og nytsamlega gjafakassa fyrir jólin og einn af þeim er handáburðakassi sem er nú á 30% afslætti og kostar aðeins 3.980 kr. Árið 2020 hefur verið erfitt ár fyrir hendurnar okkar og þessi dásamlega gjöf er hreinlega fyrir alla, 3 handáburðir allir með sínum ilm.

Þú getur skoðað úrval Aveda HÉR.

Flatey dúnúlpan frá ZO-ON er æðisleg gjöf fyrir hana.
Þessi fallega flík er frábær fyrir daglegt amstur á köldum vetrardögum. Hún heldur inni hlýjunni þegar daginn tekur að stytta. Flatey er besti félaginn þegar Vetur konungur gengur í garð.
Þú finnur nánari upplýsingar um úlpuna HÉR

Revlon Hárblásari 360 Surround 1800W 360 surround hárblásari, ION tækni fyrir meiri gljáa og heilbrigðara hár. Það eru 3 hitastillingar, 2 hraðastillingar og cold shot takki fyrir kaldan blástur, s.s allt í einni græju. Hárblásarinn fæst í verslun Byggt og Búið og þú finnur nánari upplýsingar um vöruna HÉR.

Leðurhanskar, loðskinnsvörur og seðlaveski eru alltaf sígildar jólagjafir. Þú finnur þessar vörur auk margra annarra í verslun Smart Boutique. Gott verð er á öllum vörum frá þeim og margar þeirra íslensk hönnunn og handunnar vörur. Þú finnur úrval þeirra HÉR.

Sólrún Diego gaf út bókina "Skipulag" núna nýlega og hefur hún slegið rækilega í gegn. Bókin fæst í verslun Pennans Eymundsson og eru þau nú með Taxfree daga af öllum vörum og gildir það út 15.desember, tilvalið að nýta sér það í dag.

Vöruleit Kringlan.is aðstoðar þig við jólainnkaupin. Þú finnur 200.000 vörur frá um 90 verslunum í Kringlunni, allt á einum stað.