KringlanFréttirGóðgerðardagurinn fimmtudaginn 21.september
Góðgerðardagurinn fimmtudaginn 21.september

Góðgerðardagurinn fimmtudaginn 21.september

Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis.

Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum.

Góðgerðardagurinn í ár verður fimmtudaginn 21.september og verður safnað til styrktar Pieta samtökunum sem safnar fyrir meðferðarhúsi, hús sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð.

Opið verður til kl. 21.

Smelltu á nánar til að skoða tilboð og dagskrá.