KringlanFréttirRúrik klæðist casual skyrtum fyrir veturinn
Góðar hugmyndir í jólapakkann

Rúrik klæðist casual skyrtum fyrir veturinn

Tískutrendið í dag á meðal karlmanna er töff og casual flannel skyrtur, á eftir því kemur flauel sterkt inn. Það er hægt að klæðast skyrtum á marga vegu og ætlar Rúrik Gísla að sýna okkur nokkrar hugmyndir hvernig menn geta klætt sig upp og niður með töff skyrtum. Allar upplýsingar um verslun og vísun á vöruna á Kringlan.is er undir hverri mynd.

Þessi plain skyrta er úr H&M og kostar aðeins 2.990 kr. Hér klæðir Rúrik sig í skyrtuna yfir þykka peysu og hefur hana opna svo hún líkist meira þunnum jakka. Frábær lausn fyrir veturinn að líta vel út án þess að verða kalt.
Gallabuxurnar eru frá Levi's, sólgleraugun frá Auganu, peysan og skórnir frá Timberland.

Þessi fallega flauels skyrta er frá Dressmann og má finna nánari upplýsingar um skyrtuna HÉR

Flannel skyrta er helsta tískuflíkin sem þú getur klæðst á vetrartímanum þegar það fer að kólna hratt. Þessi skyrta frá Timberland er einstaklega þægileg, hlý og töff. Þú finnur allskyns flottar skyrtur frá Timberland HÉR.
Verð 15.990 kr.

Það sama má segja um þessa ljósu Flannel skyrtu frá Dressmann, hún er töff ein og sér og einnig flott með peysu undir. Flannel skyrtan sem Rúrik klæðist í frá Dressmann má finna HÉR

Köflótt er alveg málið í flannel skyrtunum. Hér klæðist Rúrik töff skyrtu frá Levi's og lætur síðan hvítan bol koma undan skyrtunni. Hann klæðist einnig þykkri dökkri peysu undir svo hann þurfi ekki að fara í jakka yfir skyrtuna. Þessa skyrtu frá Levi's má finna HÉR

Allar þessar skyrtur fást í verslunum í Kringlunni og eru á verðbilinu 2.990 kr til 15.990 kr. Svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og frábærar hugmyndir í jólapakkann fyrir hann.