KringlanFréttirPakkasöfnun til styrktar Mæðrastyrksnefnd
Gefðu aukagjöf um jólin

Pakkasöfnun til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Árleg pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands stendur yfir alla aðventuna.

Gestir Kringlunnar eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf, pakka henni inn, merkja fyrir hvaða aldur hún hentar og koma fyrir undir fallega jólatrénu í göngugötunni. Innpökkunarborð með pappír og merkispjöldum er staðsett við tréð.

Hjá mörgum fjölskyldum er innlegg í söfnunina orðin að fallegri hefð. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sjá um að koma gjöfum til fjölskyldna sem eiga um sárt að binda. Á landsbyggðinni tekur Pósturinn við sendingum í söfnunina án gjalds.

Tekið er við gjöfum fram að Þorláksmessu en gestir eru hvattir til að leggja til aukagjöf fyrir 20.des en þá fara fram stórar úthlutanir hjálparsamtakanna.