Hjólastólakörfubolti í Kringlunni
Kynning á hjólastólakörfubolta fyrir börn með sérþarfir, gestir fá að taka þátt í keppni.
Kynning verður á verkefninu "Allir með" í Kringlunni á laugardag á milli klukkan 14:00 – 15:00.
Sérstök áhersla verður á kynningu á hjólastólakörfubolta sem er að fara af stað fyrir börn með sérþarfir.
Settur verður upp körfuboltavöllur á Blómatorgi og leikið 2 á 2.
Áhorfendur geta fylgst með af tveimur hæðum.
Gestir fá að prófa hjólastólana og taka þátt í keppni.
Hressing í boði fyrir alla.
Hjólastólakörfubolti er ein af fimm greinum sem verða í boði á Íslandsleikunum á Selfossi í lok mars.
Smelltu HÉR fyrir nánari upplýsingar um verkefnið "Allir með"