Gjafakort Kringlunnar

nyttkort_nav

Fullkomin tækifærisgjöf handa vini eða ættingja. Nánar

Bleikur október, I AM og SIX gefa 30% til Krabbameinsfélagsins

Bleikur október – I AM og SIX gefa 30% til Krabbameinsfélagsins

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá landsmönnum öllum að nú er bleikur október en það er hluti af árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. Bleikur október er alþjóðlegt átak sem hófst fyrir rúmum áratug og vindur sífellt upp á sig.

Um 700 íslenskar konur greinast að meðaltali með krabbamein á hverju ári og með bleikum október er ekki aðeins vakin athygli á þessum vágesti, heldur einnig safnað til til að berjast gegn honum.

Og að sjálfsögðu taka fjölmargir kaupmenn í Kringlunni þátt í slíku átaki. Þannig má nefna að skart- og fylgihlutaverslanirnar I AM og SIX hafa ákveðið að gefa 30% af allri sölu á bleikum hlutum til Krabbameinsfélagsins nú í október.

„Við bjóðum upp á sérstakar bleikar línur af þessu tilefni og við viljum styðja við söfnunina á bleiku slaufunni,“ segir Laufey Stefánsdóttir, rekstraraðili.

Hún segir að þessi hugmynd hafi kviknað á síðasta ári þegar töluvert var spurt um bleika skartgripi og aðra fylgihluti sem konur leituðu eftir til að skarta.

„Strax eftir það hófst vinna við að hanna og bjóða upp á sérstakar bleikar línur sem verða á boðstólnum og 30% af söluandvirði renna beint til Krabbameinsfélagsins.“

Um Kringluna

Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur og sú næst stærsta á Íslandi þar sem starfræktar eru yfir 170 verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, leikhús. Hlýtt og notalegt andrúmsloft og alltaf nóg af bílastæðum.

Kringlan
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík

Sími: 517 9000
Fax: 517 9010
kringlan@kringlan.is

© 2013 Kringlan - Allur réttur áskilinn